Hjálmakur 4, Garðabær

TilboðEinbýlishús
382,6 m2
9 herbergja
Sérinngangur
Herbergi 9
Stofur 2
Baðherbergi 3
Svefnherbergi 6
Ásett verð Tilboð
Fasteignamat 156.950.000 Kr.
Brunabótamat 116.150.000 Kr.
Byggingarár 2010

Lýsing


Kaupsýslan kynnir glæsilegt 382,6 m2 einbýlishús á þremur pöllum ásamt aukaíbúð við Hjálmakur 4 í hinu vinsæla Akrahverfi í Garðabæ. Eignin er öll hin glæsilegasta, björt og vel skipulögð með aukinni lofthæð á aðalhæð, allt að 4,5 metrum. Gólfhiti er í öllu húsinu með hitastýringu í hverju herbergi. Í húsinu eru fjögur rúmgóð barnaherbergi öll með fataskápum og sérsmíðuðum skrifborðum og hjónasvíta er með innréttuðu fataherbergi og baðherbergi innaf. Samtals eru sex svefnherbergi í húsinu að aukaíbúð meðtaldri.

Aðalhæð skiptist í: Forstofu, eldhús og stóra stofu. Úr eldhúsi er útgengi á stóran sólpall í suður og vestur, afgirtur með steyptum veggjum. 
Efri pallur skiptist í: Gang, sjónvarpshol, baðherbergi, 4 svefnherbergi og hjónasvítu með fataherbergi og baðherbergi innaf. 
Neðri pallur skiptist í: Gang, þvottahús og bílskúr.
Aukaíbúð á neðri palli skiptist í: Stofu og eldhús í opnu rými, svefnherbergi og baðherbergi. Úr íbúð er útgengi á skjólgóðan sólpall sem snýr í suður. 
Íbúðarrými er 317,5 m2, innbyggður bílskúr er 32,1 m2 og aukaíbúð er um 33 m2, samtals er eignin skráð 382,6 m2 skv. skráningu Fasteignaskrár Íslands.

Lýsing eignar:
Vandaðar flísar eru á gólfi í forstofu og eldhúsi, baðherbergjum og þvottahúsi og er gegnheilt eikarparket í öðrum rýmum nema bílskúr sem er með máluðu gólfi. Falleg halogenlysing er víða í húsinu og hringlaga þakgluggi yfir stiga sem hleypir fallegri birtu inn. Innréttingar, hurðir og skápar eru að vandaðri gerð. Komið er inn um aðalinngang í rúmgóða forstofu með stórum eikar- og speglaskápum, Gengið er inn í stóra og bjarta stofu og borðstofu með gluggum sem ná niður í gólf. Falleg steinhleðsla er á vegg sem skilur að eldhús og stofu. Eldhúsið er bjart og rúmgott með hvítum sprautulökkuðum innréttingum með miklu skápaplássi, háf úr burstuð stáli, span helluborði, innbyggðum ísskáp, vönduðum blásturofni og gufuofni/örbylguofni, vínkæli sem fylgir og tengi fyrir uppþvottavél. Hvítar granít plötur eru á eldhúsbekkjum og á eyju sem hægt er að sitja við. Úr eldhúsi er gengið út á sólpall. 
Gengið er upp stiga á efri pall, á vinstri hönd er gott sjónvarpshol, þar fyrir innan er rúmgott baðherbergi, flísalagt í hólf og gólf með upphengdu salerni, bakari með sturtu yfir og glerskilrúmi, vönduð baðinnrétting undir vaski og góðir eikar skápar. Þar er skúffa með rennu fyrir þvott sem fellur beint niður í þvottahús. Barnaherbergin eru fjögur, öll að svipaðri stærð, rúmgóð með fataskápum og sérsmíðuðum skrifborðum. Hjónaherbergi er rúmgott með fataherbergi innaf sem er innréttað með fataskápum og baðherbergi sem er flíslagt í hólf og gólf með uphengdu salerni, sturtu með hertu gleri, góðri baðinnréttingu og speglaskáp. 
Gengið er niður stiga á neðri pall, á vinstri hönd er stórt og gott þvottahús með miklu skápaplássi, flísum á gólfi, vaski, góðu vinnuplássi og tengi fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Þar er lúga úr baðherbergi fyrir ofan fyrir þvott. Á móti þvottahúsinu er inngangur í bílskúr sem er með rafdrifinni bílskúrshurð, máluðu gólfi og góðum hillum á vegg. Bráðabirgðalokun er inn í aukaíbúðina en það er sérinngangur í hana á austurhlið hússins. 
Komið er inn í aukaíbúð, þar er eldhús og stofa í opnu rými, góð hvít eldhúsinnrétting með góðu skápaplássi. Stofa er björt og er þaðan útgengi á sólpall í suður. Svefnherbergi er rúmgott með fataskápum. 

Húsið stendur á 730,0 m2 eignarlóð. Innkeyrsla er hellulögð með snjóbræðslukerfi með stæði fyrir þrjár til fjóra bíla. Lóðin er frágengin með fallegum gróðri og tveimur afgirtum sólpöllum, annars vegar út frá eldhúsi á aðalhæð sem snýr í vestur og hins vegar út frá aukaíbúð sem snýr í suður. 

Um er að ræða glæsilegt einbýlishús með aukaíbúð á afar vinsælum stað í Akrahverfinu í Garðabæ. 

Allar nánari upplýsingar  veitir Monika Hjálmtýsdóttir löggiltur fasteignasali / 823 2800 / monika@kaupsyslan.is 
og Júlíus Jóhannsson löggiltur fasteignasali / 823 2600 / julius@kaupsyslan.is 

Kaupsýslan fasteignasala / Nóatúni 17 / 105 Reykjavík
571 1800 / kaupsyslan@kaupsyslan.is 

--------------------------------------------------------------------------------------

Kort


Sölumaður

Júlíus JóhannssonLöggiltur fasteigna- fyrirtækja- og skipasali
Netfang: julius@kaupsyslan.is
Sími: 8232600
Senda fyrirspurn um

Hjálmakur 4


CAPTCHA code